33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:15
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:15
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:15

Ágúst Bjarni Garðarsson og Guðbrandur Einarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Kynning á þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra á 152. löggjafarþingi Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Haraldur Steinþórsson og Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Kynntu þeir þingmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 385. mál - lýsing verðbréfa o.fl. Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55